Lykilorðasmiður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Lykilorð
Búa til nýtt lykilorð

Þetta tól býr til lykilorð úr uppflettiorðum Ritmálssafns Orðabókar Háskólans. Lykilorð sem samsett eru úr íslenskum orðum hafa þá tvo kosti að auðvelt er að muna þau en um leið eru þau mjög sterk.

Í ritmálssafninu eru dæmi um notkun orða úr íslenskum ritum og inniheldur safnið um 700.000 orð. Þau spanna tímabilið frá miðri 16. öld til loka 20. aldar. Notkunardæmin, sem sýna orðin í samhengi, eru flest úr prentuðum bókum eða blöðum en einnig úr handritum frá síðari tímum. Við efnissöfnunina var nær allt prentað mál frá upphafi fram á 19. öld lesið og orðtekið auk fjölmargra rita frá 19. og 20. öld. Elsta ritið, sem dæmum var safnað skipulega úr, er þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu frá 1540, fyrsta bókin sem prentuð var á íslensku.

Forritunarskil

Lykilorðasmiðurinn er einnig aðgengilegur í gegnum forritunarskil ritmálssafnins. Slóðin er https://ritmalssafn.arnastofnun.is/d/api/lykilord[?include_number].